January 27, 2011

Allt er eitthvad (2010)

1. Framtíðin er hin nýja fortíð

<script type="text/javascript">
   // Mannleg eilífð
   while(true)
   {
      doStuff();
   }
   // Sönn eilífð
   true;
</script>

Jónas Sigurðsson : Gítar
Stefán Örn : Gítar, harmonikka, píanó
Hljóðblöndun: Stefán Örn

2. Skuldaólin

Ég man ekki hver það var,
sem lagði af stað.
Þekki ekki lengur sjálfan mig.
Villtist einhvern vegin út á hlið,
á skjön við það
sem ég ætlaði mér alltaf að vera.

Nú sit ég einn á skrifstofunni.
Klukkan fyrir löngu orðin sjö.
Heima sitja saklaus börnin tvö
og spá í það
hvenær pabbi vilji eitthvað með þeim vera.

Og ég bíð og ég bíð og ég bíð
kannski munu þessar skuldir borga sig sjálfar ef ég bíð.

Og ég bíð
kannski bíð ég af mér lífið inn á skrifstofunni alla hunds og kattartíð.
Ég bið um frið fyrir þessum endalausu víxlum og veseni.

En það gengur allt það sama, allt það sama, allt það sama.
Og hverjum er ekki sama um þetta sama!

Nú æsast leikar á skrifstofunni.
Fylla þarf út skýrslu númer sjö
og hefta við það fylgiskjölin tvö
til marks um það
hvaða ávexti gæðastjórnunargreiningarferlið hefur verið að bera.

Og ég bíð og ég bíð og ég bíð
kannski munu þessar skýrslur skrifa sig sjálfar ef ég bíð.

Og ég bíð
kannski bíð ég af mér lífið inn á skrifstofunni alla hunds og kattartíð.
Ég bið um frið fyrir þessum endalausu skýrslum og skrifræði.

En það gengur allt það sama, allt það sama, allt það sama.

Það gengur allt það sama.

Um háls herðist skuldsetningarólin

og þá er skjólsælt við skrifstofustólinn.

Ingimundur Óskarsson: Bassi
Jónas: Söngur, gítar, trommur, ásláttur, forritun
Kristoffer Jul Reenberg : Farfisa
Stefán Örn : Hljóðgervlar, forritun
Snorri Sigurðsson : Trompet
Leifur Jónsson : Básúna
Steinar Sigurðsson : Sax
Hljóðblöndun: Árni Bergmann

3. Diskótek djöfulsins

Ég hef leitað og þráð.
Ég hef plægt hér og sáð.
Oft hef ég reynt að setjast hér að
en eitthvað rekur mig af stað.

Aftur af stað.
Aftur af stað.
Rekur mig aftur af stað.

Ó hvað ég vildi ég gæti notið.
Tengt mig við vonina í þér.
En allt sem ég byggt hef get ég brotið
og þrátt fyrir augnablikið hér.
Þá held ég aftur af stað.

Aftur af stað.
Eitthvað mig rekur af stað.

Alltaf hún fæðist.
Lúmsk hún að mér læðist um nótt.
Gengur aftur þessi lamandi,
tilfinning,
ótæmandi tóm.
Þá held ég aftur af stað.

Ingimundur Óskarsson: Bassi
Kristinn Agnarsson: Trommur<
Jónas : Söngur, gítar, trommur, ásláttur, bassi, forritun
Kristoffer Jul Reenberg : Hammond, Farfisa
Stefán Örn : Gítar, Mellotron, hljóðgervlar
Snorri Sigurðsson : Trompet
Steinar Sigurðsson : Sax
Jakob Munck Mortensen: Túba
Hljóðblöndun: Árni Bergmann

4. Hleypið mér út úr þessu partýi

Hleypið mér út úr þessu partýi,
hér er allt í steik.
Hleypið mér út úr þessum flókna látbragðsleik
sem endar hvergi eins og Góði dátinn Svejk.
Hleypið mér út með rakettureyk.

Með rakettureyk.

Það er ekki auðvelt að vera fastur í þessu paranormalíseraða partýi,
Við erum eins og hótel og gestir okkar eru hugmyndir allra hinna.
Einar fara og aðrar koma síðar í dag
og alltaf bætast nýjar ranghugmyndir í skörðin.

Við rembumst við að lána pening,
fyrir aðra,
til að keyra áfram neysluna.

Og til að kaupa nýja hluti,
fyrir aðra,
til ýta undir þensluna.

Svo þessi endalausa vinna,
fyrir aðra,
til að borga fyrir veisluna.

Og aldrei kemurðu upp úr til að anda.

Nú stendur einhver upp í salnum og segir:

„En lífið er bara svo flókið!“

Ég segi nei!

Nú hringir einhver inn í þáttinn og segir:

„Maður verður að vera raunsær“

Ég segi nei!

„Maður verður að passa sig að gera ekki mistök til að falla ekki í áliti hinna“

Nei!

Ég hef fengið nóg af þessu rugli.

Tökum þetta upp á annað plan.

Er einhver þarna úti?

Við rembumst við að lána pening,
fyrir aðra
til að keyra áfram neysluna.

Og til að kaupa nýja hluti,
fyrir aðra,
Til ýta undir þensluna.

Svo þessi endalausa vinna,
fyrir aðra,
til að borga fyrir veisluna.

Og aldrei kemurðu upp úr til að anda.

Nú hringir einhver dyrabjöllunni og segir:

„Megum við kynna þig fyrir sannleikanum?“

Ég segi nei!

Nú sækja að mér efasemdir sem segja:

„Ferðu ekki að vaxa upp úr þessu?“

Ég segi nei!

„Þessi texti er bara einhver vitleysa, það er ekkert vit í þessu!“

Nei!

Ég hef fengið nóg af þessu rugli sem kallast vit.

Tökum þetta upp á annað plan.

Er einhver þarna úti!

Ingimundur Óskarsson: Bassi
Jónas : Söngur, gítar, trommur, ásláttur, bassi, forritun
Kristinn Agnarsson: Trommur
Stefán Örn : Raddir
Snorri Sigurðsson : Trompet
Steinar Sigurðsson : Sax
Jakob Munck Mortensen: Túba
Börkur Hrafn Birgisson: Rafmagnsgítar
Kristjana Stefánsdóttir: Raddir og brjálæði
Rósa Guðrún Sveinsdóttir: Raddir
Hljóðblöndun: Árni Bergmann

5. Allt er eitthvað

Það er eitthvað
hérna inni
sem er falið
sem er týnt og niðurgrafið
oní svaðið
grefur sig í huga mér

það er einhver þörf á að fyrirgefa hér

Það er eitthvað
sem er horfið
og þó ég vinni
og þó ég aldrei látum linni
inní minni
sálu er samt aldrei ró

það er einhver þörf á að grisja þennan skóg

Það er alltaf eitthvað

Það er eitthvað
alveg þrotið
sem ég þráði
sem að stríð ég fyrir háði
og því náði
en naut þess svo sem aldrei nóg

það er einhver sem að djöfla hingað dró

Það er eitthvað
alltaf eitthvað
sem ég þrái
sem ég set á stall og dái
þó svo ég fái
þá fæ ég aldrei fangað það

það er einhver þörf á að sætta sig við það

Það er alltaf eitthvað
Það vantar alltaf eitthvað

Kristinn Agnarsson : Trommur
Ingi Björn Ingason : Bassi
Jónas : Söngur, gítar, ásláttur, forritun
Kristoffer Jul Reenberg : Rhodes
Stefán Örn : Bjöllur, raddir, forritun
Snorri Sigurðsson : Trompet
Leifur Jónsson : Básúna
Steinar Sigurðsson : Sax
Jakob Munck Mortensen: Túba
Esther Jökulsdóttir: Kvenna- og karlakór
Bjarki Sig: Munnharpa
Hljóðblöndun: Árni Bergmann

6. Konstantinus Spectrum

Loading .. please wait

Jónas: Forritun
Stefán Örn: Forritun, gítar, slagverk
Rósa Guðrún Sveinsdóttir: Sax
Sylvía Hlynsdóttir: Trompet
Hljóðblöndun: Stefán Örn

7. Hamingjan er hér

Ég hélt að hamingjan væri blekking.
Sem kæmi ríðandi á hestum.
Eftir fjöruborðinu með braki og brestum
færandi fenginn sinn öðrum.

Ég sem hélt að hamingjan væri ský.
Sem fíflin hlaupa öll á eftir.
Vöknuðu upp með útópískan æskudrauminn fyrir bí
því enginn hamingjuna hreppir.

Hamingjan er hér!
Hún er hér.
Hún er hér.

Opnaðu hliðið.

Minnkaðu bilið.

Stígðu inn í víddina!

Ég sem hélt að hamingjan væri fugl.
Sem flygi stefnulaust um loftin blá.
Af handahófi lenti saklausu fólki á,
öllum til óþarfa og ama.

Ég sem hélt að hamingjan væri gubb.
Uppfinning höfunda sápu-
óperanna og Ísfólksins.
Rauðu Knera bókmenntanna í kápu.

Ásamt Ritvélum framtíðarinnar

Kristjana Stefánsdóttir: Hamingjusöngur, bakraddir
Esther Jökulsdóttir: Bakraddir
Hamingjukór: Bjarki Sig, Börkur Birgisson, Margrét Sól Jónasdóttir, Vera Hjördís Matsdóttir, Esther Jökulsdóttir
Jónas: Söngur, trommur, ásláttur,
Ingi Björn Ingason: Bassi
Ingimundur Óskarsson: Bassi
Snorri Sigurðarson: Trompet
Steinar Sigurðarson: Sax
Leifur Jónsson: Básúna
Jakob Munck Mortense: Túba
Stefán Örn: Hljómborð, forritun, bakraddir, bjöllur, klapp
Thorbjorn Knudsen: Ásláttur
Hljóðblöndun: Árni Bergmann
Hljóðvinnsla: Hafþór Karlsson Tempó

8. Nótt hinna ósögðu orða

Fjólublá nótt.  Við horfðum á heiminn.   Í þögninni heimurinn stóð kyrr.
Þú dróst eitthvað seiminn, hikandi og feimin.  Sem aldrei fyrr.
Loks kom sá tími að orð gætu læknað þig, loks kom sá tími að örlítil orð gætu lagt eitthvað til.
Gætu brúað þetta bil.
Ég forðaðist augu þín.
Ég fann fyrir sál þinni en sagði ekki neitt.

Nóttin var löng, nóttin var löng og ég beið og ég beið.
Heimurinn var stór, svo ofboðslega stór og ég beið og ég beið.

Fjólublá nótt.  Við horfðum á heiminn.  Í þögninni heimurinn stóð kyrr.
Við sem áður áttum eilífð eigum nú ekkert hér um bil. Í ærandi þögninni.
Þetta var nótt hinna ósögðu orða. Þetta var nótt hinna fánýtu orða sem flæktust fyrir.
Flæktust bara fyrir.
Ég forðaðist  augu þín.
Ég fann fyrir orðinu en sagði ekki neitt.

Nóttin var löng, nóttin var löng og ég beið og ég beið.
Heimurinn var stór, svo ofboðslega stór og ég beið og ég beið.

Fyrirgefðu

Ingimundur Óskarsson: Bassi
Jónas : Gítar, Söngur, trommur, ásláttur, forritun
Stefán Örn: Raddir, píanó, Wurlitzer, Mellotron, gítar, raddir, hljóðsköpun
Snorri Sigurðsson: Trompet
Steinar Sigurðsson: Sax
Jakob Munck Mortensen: Túba
Hljóðblöndun: Árni Bergmann

9. Eiðavatn

Sól sest við Eiðavatn;
Sést ekki ský;
Á himninum.
Sól sest við Eiðavatn.

Leggjum nú árar í bát;
Þig hef ég fundið á ný.
Þig hef ég endurheimt á nýjan leik.
Einan við Eiðavatn.

Sökkvum í Eiðavatn;
Kveikjum nú bálið á ný.
Blásum í glæðurnar uns allt er breytt
og allt er orðið eitt
við Eiðavatn.

Ingimundur Óskarsson: Bassi
Ingi Björn Ingason: Bassi
Jónas : Söngur, gítar, trommur, ásláttur, hljóðsköpun
Kristoffer Jul Reenberg: Hammond, Farfisa, Rhodes
Stefán Örn: Raddir, gítar, Mellotron, hljóðgervlar
Snorri Sigurðsson : Trompet
Steinar Sigurðsson : Sax
Esther Jökulsdóttir: Raddir
Kristjana Stefánsdóttir: Raddir
Jakob Munck Mortensen: Túba
Hljóðblöndun: Árni Bergmann

10. Þessi endalausi vegur endar vel

Ég og þú við erum hér
og við fetum þennan veg.
Ég er fastur inn í mér
líkt og þú ert föst í þér.

Sama hvað við reyndum,
sama hvað við vildum reynast hvort öðru vel.
Þá liggja lífsins leiðir hér
og enginn máttur til að leggja annan veg en þennan hér,
þennan endalausa veg.

Allt þetta endar vel.
Allt þetta endar vel.

Þennan endalausa veg
við fetum saman.
Þennan endalausa veg
við fetum nú saman.

Þegar lífsins kaldi hrammur krafsar fast í þig
og kvíðinn læsir huga þér.
Þegar leiðin virðist lokuð og vonin týnd
sem áður vermdi hjörtu okkar hér.
Þegar sál þín situr föst í svörtu feni
og engin von er til um vinarþel.
Þegar þrengir svona að þér.
Skaltu vinur draga andann djúpt því allt fer þetta vel,
þessi vegur endar vel.

Allt þetta endar vel.
Allt þetta endar vel.

Þennan endalausa veg
við fetum saman.
Þennan endalausa veg
við fetum nú saman.

7 sinnum 7

Þennan endalausa veg.

Jónas: Söngur, gítar, bassi
Stefán Örn: Mellotron, Hammond, gítar
Kristjana Stefánsdóttir: Röddun
Rósa Guðrún Sveinsdóttir: Raddir, flauta
Kristinn Agnarsson: Trommur
Snorri Sigurðsson: Trompet
Steinar Sigurðsson: Sax
Jakob Munck Mortensen: Túba
Hljóðblöndun: Stefán Örn

11. Rokið

Stúlka með myrkrið í fangið.
Ég skal blása þér leið.
Ég er rokið
að fósturjarðar þinnar strönd og hlíðum.
Og ég gleymi þér aldrei.

Strákur með lífið í vændum.
Ég skal varða þinn veg.
Ég er vonin
í fósturjarðar þinnar strönd og hlíðum.
Og ég gleymi þér aldrei.
Þó kannski kveðjumst við og sjáumst aldrei aftur.

Ég gleymi þér aldrei.
Gleymdu því aldrei.

Ég bíð hér,
Ég verð alltaf hér,
Ég bíð eftir þér,
Hér mun ég fagna þér.
Því ég gleymi þér aldrei.
Gleymdu því aldrei.

Jónas: Söngur, gítar, trommur, forritun
Stefán Örn: Gítar, harmonikka, Harmophon, bjöllur, raddir
Kristoffer Jul Reenberg: Rhodes, Farfisa
Kristjana Stefánsdóttir: Raddir
Hljóðblöndun: Stefán Örn

12. Konstantinus finale

true

Rósa Guðrún Sveinsdóttir: Söngur
Kristjana Stefánsdóttir: Söngur
Hljóðblöndun: Stefán Örn

Allt er eitthvað

Öll lög og textar eftir Jónas Sigurðsson að undanskildu “Allt er eitthvað”, texti eftir Jónas og Ásgrím Inga Arngrímsson.

Stjórn upptöku og útsetning laga: Jónas & Stefán Örn Gunnlaugsson.

Tekið upp í æfingarhúsnæði og á heimilum í Kaupmannahöfn, Stokkseyri og Reykjavík,  Hljóðrita í Hafnarfirði, Bensín Stúdio á Seltjarnarnesi, Sýrlandi og Skapalóni á tímabilinu 2008-2010.

Ráðgjöf við textagerð: Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Magnús Þór Sigmundsson.

Hönnun og útfærsla umslags: Egill Harðar

Hljóðjöfnun: Styrmir Hauksson

Flytjendur og aðrir sem komu að þessari fæðingu:  Stefán Örn Gunnlaugsson, Kristinn Snær Agnarsson, Ingi Björn Ingason, Kristoffer Jul Reenberg, Snorri Sigurðsson, Leifur Jónsson, Steinar Sigurðsson, Jakob Munck Mortensen, Esther Jökulsdóttir, Bjarki Sigurðsson, Árni Bergmann, Ingimundur Óskarsson, Börkur Hrafn Birgisson, Daði Birgisson, Kristjana Stefánsdóttir, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Sylvía Hlynsdóttir, Margrét Sól Jónasdóttir, Vera Hjördís Matsdóttir, Thorbjorn Knudsen, Hafþór Karlsson Tempó, Matti Sax, Brynja Guðmundsdóttir, Jón Óskar Guðlaugsson, Þorvaldur Ólafsson, Steinar Hugi, Rut Ingólfsdóttir.   Takk fyrir allt sem þið gáfuð í þetta.

Þakkir: Áslaug, Margrét & Matti fyrir allan ykkar stuðning, kærleika og umburðalyndi.  Stefán Örn fyrir þessa ógleymanlegu ferð okkar saman. Allar ritvélar framtíðar, nútíðar og fortíðar fyrir ferðalagið okkar að miðju núllsins. Ásgrímur Ingi textasmiður og aldavinur. Hannes Pétursson. Brynja Guðmundsdóttir.  Linda og Guðlaug sys. Hinir hjartahlýju Bensín bræður Börkur & Daði fyrir samfylgdina og stuðninginn gegnum erfiðu tímana. Obba fyrir óendanlega jákvæðni og hjálpsemi. Ási á Eiðum fyrir reddingarnar. Mamma lagerstjóri. Eiðavatn fyrir núið. Kristjana fyrir röddina & gleðina.  Sindri, Benedikt & Ingólfur fyrir lífið. Guðmundur Bjarni Sigurðsson Zen.  Ummi Guðjóns. Magnús Þór Sigmundsson fyrir ráðgjöf um lífið, texta og kaffivélar . Kristinn Snær sem þriðja eyrað. Guðrún og Gísli sem hinir umburðarlyndu nágrannar heimastúdíósins.  Bjarni Ágúst Sveinsson. Jón Tryggvi Jónsson. Kristján Gunnarsson. Allir sem lánuðu eitthvað eða hjálpuðu.  Magga & Jón Gunnar fyrir húsið.  Fjöruborðið á Stokkseyri – besta stúdíómötuneyti á Íslandi.  Monotown/B.Sig, Hveragerðisbær, Worm Is Green og aðrir grannar úr Skapalóni.

Þið sem höfðuð trú á mér þegar ég var týndur – þið vitið hver þið eruð, takk.